Enski boltinn

Bruno Lage rekinn frá Wolves

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bruno Lage hefur verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Wolves.
Bruno Lage hefur verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Wolves. Marc Atkins/Getty Images

Portúgalski knattspyrnustjórinn Bruno Lage hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves eftir aðeins 16 mánuði í starfi.

Portúgalinn tók við Úlfunum  síðasta sumar eftir að Nuno Espirito Santo yfirgaf félagið og tók við Tottenham. Undir stjórn Lage hafnaði liðið í tíunda sæti á seinasta tímabili.

Tímabilið hjá Úlfunum í ár hefur hins vegar farið mjög illa af stað. Liðið hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu, en það er eini sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í seinustu 15 leikjum.

Liðið hefur aðeins skorað þrjú mörk og fengið sex stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins og tap Úlfanna gegn West Ham í gær var kornið sem fyllti mælinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.