„Ég er hneykslaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 07:31 Xavi tókst ekki að koma vitinu fyrir dómarann Slavko Vincic og fékk engar útskýringar heldur aðeins gult spjald. Getty/David S. Bustamante Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19