Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hakan Calhanoglu skoraði markið sem tryggði Inter sigurinn.
Hakan Calhanoglu skoraði markið sem tryggði Inter sigurinn. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Það var Hakan Calhanoglu sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom heimamönnum í 1-0 forystu á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Pedri hélt þó að hann hefði jafnað fyrir gestina þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka, en markið dæmt af vegna brots í sóknaruppbyggingunni eftir skoðun myndbandsdómara.

Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Inter sem situr nú í öðru sæti dauðariðilsins með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum á eftir toppliði Bayern München og þremur stigum meira en Barcelona sem situr í þriðja sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.