Erlent

Fjórir látnir og 28 er saknað eftir snjó­flóð í Himalaya-fjöllunum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjallagarpanir sem lentu í snjóflóðinu eru 41 talsins.
Fjallagarpanir sem lentu í snjóflóðinu eru 41 talsins. Getty

Að minnsta kosti fjórir létust í snjóflóði í Himalaya-fjöllunum í gær og er 28 manns enn saknað. Fólkið var í þjálfun í indverska hluta fjallanna þegar snjóflóðið féll.

Alls eru nemendurnir 34 talsins sem lentu í flóðinu ásamt sjö leiðbeinendum. Þau höfðu klifið tind Draupadi ka Danda II stuttu áður en snjóflóðið féll á þau.

Indverski herinn og björgunarsveitir leita nú að fólkinu ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Að sögn The Press Trust of India-fréttaveitunni er búið að bjarga átta manns en samkvæmt þeim hafa tíu manns látið lífið. Sú tala hefur þó ekki verið staðfest.

Varnarmálaráðherra Indverja segist vera angistarfullur vegna atviksins og sendir samúðarkveðjur á fjölskyldur þeirra látnu.

Að sögn Amit Chowdhary, yfirmanns hjá Alþjóðlega fjallaklifurssambandinu, er þetta í fyrsta sinn sem svo margir indverskir fjallagarpar láta lífið í snjóflóði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.