Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. október 2022 22:15 Lögreglubíll á vettvangi á Ólafsfirði í dag. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld. Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld.
Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira