Innlent

Ætlað skot­vopn reyndist leik­fanga­byssa

Árni Sæberg skrifar
Ekki liggur fyrir um hvers konar leikfangabyssu var að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki liggur fyrir um hvers konar leikfangabyssu var að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Golibtolibov/Getty

Í kvöld var tilkynnt um ætlað skotvopn í bifreið í Hafnarfirði. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að um leikfangabyssu var að ræða.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglu þetta kvöldið.

Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um mann sem reynt hafði að tæla til sín ungmenni í hverfi 104. Þá segir að einnig hafi verið tilkynnt um menn sem reyndu að tæla til sín ungmenni í Hafnarfirði. Lögregla veit hverjir þar voru að verki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.