Enski boltinn

Ste­ven Gerrard flæktur inn í írskt glæpa­gengi

Atli Arason skrifar
Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, þarf að svara fyrir tengsl sín við eiturlyfjabaróninn Liam Byrne á næstu dögum.
Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, þarf að svara fyrir tengsl sín við eiturlyfjabaróninn Liam Byrne á næstu dögum. Getty Images

Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi knattspyrnustjóri Aston Villa, er á forsíðum breska fjölmiðla þessa stundina vegna tegnsla við glæpagengi í Írlandi.

Daily Mail, deildi myndbandi af Gerrard með Liam Byrne, þekktum eiturlyfjabarón í Bretlandi, þar sem þeir eru á spjalli við óþekktan aðila.

Gerrard og Byrne tengjast í gegnum börn þeirra tveggja en sonur Liam Byrne, Lee Byrne, er í sambandi við dóttur Steven Gerrard, Lilly-Ella Gerrard.

Í samtalinu býðst Liam Byrne til þess að skipuleggja kvöldverð milli viðmælandans og Gerrard á meðan Gerrard segist ætla að útvega viðmælandanum miða á leik með Liverpool.

Liam Byrne er eftirlýstur af írsku lögreglunni fyrir meint afbrot hans með Kinahan glæpagenginu, þar sem hann er talinn vera höfuðpaurinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×