Enski boltinn

Rod­gers hafði betur í bar­áttunni um upp­sögnina

Atli Arason skrifar
Leicester City v Nottingham Forest - Premier League LEICESTER, ENGLAND - OCTOBER 03: Brendan Rogers, Manager of Leicester City reacts during the Premier League match between Leicester City and Nottingham Forest at The King Power Stadium on October 03, 2022 in Leicester, England. (Photo by Nathan Stirk/Getty Images)
Leicester City v Nottingham Forest - Premier League LEICESTER, ENGLAND - OCTOBER 03: Brendan Rogers, Manager of Leicester City reacts during the Premier League match between Leicester City and Nottingham Forest at The King Power Stadium on October 03, 2022 in Leicester, England. (Photo by Nathan Stirk/Getty Images) Getty Images

Leicester City vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í kvöld með 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Nottingham Forest. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, gæti hafa bjargað starfi sínu með sigri á meðan útlitið er verra hjá Steve Cooper, knattspyrnustjóra Nottingham Forest.

James Maddison kom Leicester yfir á 25. mínútu áður en Harvey Barnes tvöfaldaði forystu þeirra bláklæddu með marki tveimur mínútum síðar.

Maddison kom Leicester svo í 3-0 með marki beint úr aukaspyrnu á 35. mínútu áður en hann lagði einnig upp fjórða og síðasta mark leiksins fyrir Patson Daka rúmlega stundarfjórðung fyrir leikslok.

Með sigrinum fer Leicester upp úr botnsætinu og upp fyrir Forest í 19. sæti deildarinnar. 

Fyrir viðureignina fullyrtu breskir fjölmiðlar að sá knattspyrnustjóri sem myndi bíða ósigur í þessari viðureign yrði atvinnulaus á morgun en staðan er nú ansi dökk fyrir Cooper og hans lærisveina í Nottingham Forest. Forest er á botni deildarinnar með 4 stig og með verri markatölu en Leicester.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×