Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 23:30 Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07