Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 23:30 Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07