Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Ingibjörg Vilbergdóttir skrifar 30. september 2022 07:01 Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun