Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 12:20 Alls voru 4.381 áhorfendur á bikarúrslitaleiknum en þeir höguðu sér misvel. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira