Fótbolti

Öruggur sigur Juventus á Bologna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Öflugir í kvöld.
Öflugir í kvöld. vísir/Getty

Juventus kom sér aftur á sigurbraut í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk Bologna í heimsókn.

Juventus var án sigurs í þremur deildarleikjum í röð þegar kom að leiknum í kvöld og farið að hitna verulega undir Max Allegri í stól knattspyrnustjóra.

Filip Kostic náði forystunni fyrir heimamenn um miðbik fyrri hálfleiks og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Framherjaparið Dusan Vlahovic og Arek Milik komu leiknum í 3-0 þegar þeir skoruðu með stuttu millibili, á 59.mínútu og 62.mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki þó Juventus hefði hæglega getað bætt við mörkum.

Með sigrinum lyfti Juventus sér upp í 7.sæti deildarinnar en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.