Fótbolti

Íslendingarnir lögðu upp í öruggum sigri Norrköping

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Sigurðsson lagði upp þriðja mark Norrköping í dag.
Arnór Sigurðsson lagði upp þriðja mark Norrköping í dag. Norrköping

Nafnarnir Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson lögðu upp sitthvort markið er Norrköping vann góðan 1-3 sigur gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Báðir voru þeir í byrjunarliði Norrköping í dag ásamt Ara Frey Skúlasyni, en Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af varamannabekknum undir lok leiks.

Arnór Ingvi Traustason lagði upp fyrsta mark liðsins strax á 11. mínútu, en nafni hans Sigurðsson lagði upp þriðja markið á 87. mínútu.

Norrköping situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 28 stig eftir 24 leiki, en Sundsvall situr sem fastast í botnsætinu með aðeins 11 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.