Fótbolti

Albert á skotskónum í sigri á SPAL

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. vísir/Getty

Albert Guðmundsson sneri til baka úr leikbanni í kvöld og var í byrjunarliði Genoa þegar liðið heimsótti SPAL í sjöundu umferð deildarinnar.

Massimo Coda kom Genoa yfir í fyrri hálfleik og skömmu fyrir leikslok gulltryggði Albert góðan sigur gestanna þegar hann skoraði með góðu skoti eftir stoðsendingu Coda.

Þetta var fyrsta deildarmark Alberts á tímabilinu en hann hefur einnig lagt upp tvö mörk í þessum fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.

Genoa er í 4.sæti ítölsku B-deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.