Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Úkraínumenn segjast hafa frelsað þorp nærri bænum Liman í norðanverðu Donetsk-héraði og umkringt þar stóran hóp rússneskra hermanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu verði aldrei viðurkennd. Við fjöllum um stöðuna í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun - dómsmálaráðherra nýti sér ótta almennings.

Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var þó tilbúin, en allt kom fyrir ekki.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá umfangsmikilli flugslysaæfingu sem fer nú fram á Reykjavíkurflugvelli, segjum frá mælingum á símanotkun ungmenna og fjöllum um hrútadaginn sem haldinn er á Raufarhöfn í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.