Fótbolti

Sveindís kom inn af bekknum, lagði upp eitt og skoraði tvö

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir nýtti heldur betur tækifærið er hún kom inn af varamannabekk Wolfsburg í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir nýtti heldur betur tækifærið er hún kom inn af varamannabekk Wolfsburg í kvöld. Karina Hessland/Getty Images

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, átti heldur betur góða innkomu fyrir Wolfsburg er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sveindís hóf leikinn á bekknum hjá Wolfsburg, en heimakonur komust í 2-0 eftir tæplega hálftíma leik með mörkum frá Jill Roord og Ewa Pajor.

Jill Bayings minnkaði hins vegar muninn fyrir gestina fyrir hlé, en Lena Oberdorf endurheimti tveggja marka forskot heimakvenna með marki á 56. mínútu.

Sveindís kom inn af varamannabekknum á 66. mínútu leiksins og á 72. mínútu var hún búin að leggja upp mark fyrir Felicitas Rauch.

Tveimur mínútum síðar skoraði Sveindís fimmta mark Wolfsburg og aðeins mínútu eftir það var hún búin að skora annað mark sitt og sjötta mark heimakvenna.

Niðurstaðan því öruggur 6-1 sigur Wolfsburg sem trónir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Bayer Leverkusen situr í öðru sæti deildarinnar með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×