Erlent

Ekki lengur sent í sótt­kví við komuna til Ástralíu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Áströlsk stjórnvöld tóku faraldrinum alvarlega.
Áströlsk stjórnvöld tóku faraldrinum alvarlega. EPA-EFE/DARREN ENGLAND

Ástralía mun hætta að senda ferðalanga sem koma til landsins í sóttkví við komu frá og með 14. október næstkomandi. Landið hefur verið þekkt fyrir einar ströngustu reglur og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.

5.500 tilfelli Covid greinist daglega í Ástralíu en tilfelli sem þarfnist frekari aðstoðar á sjúkrahúsum eða smit á dvalarheimilum séu mjög fá. Flest tilfelli dauðsfalla vegna kórónaveirunnar í Ástralíu hafi komið í kjölfar fyrri tilslakana á lokun landamæra vegna veirunnar en 15.000 hafi látið lífið í Ástralíu af völdum hennar. BBC greinir frá þessu.

Landamæri Ástralíu hafi verið lokuð að mestu leyti í tvö ár og voru mjög strangar reglur um það hverjir mættu koma inn í landið og undir hvaða skilyrðum. Vegna mikilla viðbragða við faraldrinum og strangra reglna hafi Ástralíu stundum verið líkt við virki.

Ekki eru allir ánægðir með þessar tilslakanir en Áströlsku læknasamtökin hafi lýst yfir óánægju sinni. Að þeirra mati sé þessi ákvörðun ekki skynsamleg og hún tekin af fólki sem hafi engan skilning á vísindum. Ákvörðunin stefni fólki í hættu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×