Enski boltinn

Nike setur Kane í salt til að reyna að fá Haaland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland er ekki samningsbundinn neinum íþróttavöruframleiðanda sem stendur.
Erling Haaland er ekki samningsbundinn neinum íþróttavöruframleiðanda sem stendur. getty/Naomi Baker

Svo virðist sem Nike leggi meiri áherslu á að lokka Erling Haaland til fyrirtækisins frekar en að halda Harry Kane hjá því.

Samningaviðræður Nike við Kane hafa verið settar í salt meðan fyrirtækið reynir að semja við Haaland. Framlengja átti samning Kanes eftir HM í Katar.

Þótt Haaland sé ekki á leið á HM er það forgangsatriði hjá Nike að semja við Norðmanninn sem hefur farið frábærlega af stað með Manchester City.

Eftir að samningur Haalands við Nike rann út hefur hann notað skó frá ýmsum íþróttavöruframleiðendum. Í vetur hefur hann til að mynda spilað í skóm frá Nike, adidas og Puma.

Forráðamenn Nike vilja ólmir semja aftur við Haaland sem er, þrátt fyrir ungan aldur, í hópi bestu leikmanna heims.

Haaland og félagar hans í City mæta Manchester United í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.