Fjöldi látinna í Flórída á reiki eftir fellibylinn Ian Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. september 2022 07:30 Staðan eftir fellibylinn var einna verst í Fort Meyers í Flórída. AP/Steve Helber Fellibylurinn Ian sem gekk á land í Flórída á miðvikudag stefnir nú á Suður-Karólínu en fjölmargir íbúar flúðu úr stærstu borg ríkisins, Charleston, í gær. Ríkisstjóri Flórída segir ljóst að fellibylurinn, sem er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna, hafi verið mannskæður en verið er að staðfesta fjölda látinna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varaði í morgun við lífshættulegu sjávarflóði við strendur Suður-Karólínu og nærliggjandi ríkja en dregið hefur úr styrk fellibylsins. Vindhraði er þó áfram mikill, um 140 kílómetrar á klukkustund eða tæplega 39 metrar á sekúndu. Here are the 11 PM EDT Sep 29 Key Messages for Hurricane #Ian, which is expected to cause life-threatening flooding, storm surge, and strong winds in portions of the Carolinas tomorrow. For more: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/rXQdc8Mb3A— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 30, 2022 Fellibylurinn gekk yfir Flórída í gær og voru þúsundir íbúa innlyksa á heimilum sínum á en samkvæmt AP hefur verið staðfest að í hið minnsta fjórir hefðu látist í ríkinu, þó líklega séu þeir mun fleiri. Aðrir fréttamiðlar greina frá því að mun fleiri hefðu látist en CNN grenir til að mynda frá því að fjöldinn væri kominn upp í nítján. Áður höfðu þrír látist þegar Ian fór yfir Kúbu fyrr í vikunni. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gær að bandaríska þjóðin væri í sárum. Óttast væri að Ian myndi reynast mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Houses are destroyed and some are floating away as Ian's eyewall hammers southwest Florida. This is video from Fort Myers Beach, Florida off Estero Blvd by Loni Architects pic.twitter.com/6GqrxLRv9Q— Kaitlin Wright (@wxkaitlin) September 28, 2022 Þá er ljóst að tjónið er gríðarlegt en fellibylurinn er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði tjónið hvað mest við Fort Myers Beach þar sem fjöldi heimila hafði gjöreyðilagst en að hans sögn var aðkoman ólýsanleg. Í einhverjum tilfellum hafi aðeins steypukápurnar verið eftir. Þá voru einhver tjón á samgöngum en hluti Sanibel brúarinnar féll til að mynda í sjóinn og milljónir manna voru án rafmagns. Ríkisstjórinn sagði ljóst að fellibylurinn hafi verið mannskæður en að það þyrfti að fara eftir ákveðnu ferli til að staðfesta fjölda látinna. Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir. Aerial videos of Lee County and the city of Kissimmee, both in Florida, show some of the widespread destruction caused by Hurricane Ian.Latest storm updates: https://t.co/c4xMkaF9q0 pic.twitter.com/lcDPjPJpIL— The New York Times (@nytimes) September 29, 2022 Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05 Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 28. september 2022 23:40 Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. 28. september 2022 07:07 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varaði í morgun við lífshættulegu sjávarflóði við strendur Suður-Karólínu og nærliggjandi ríkja en dregið hefur úr styrk fellibylsins. Vindhraði er þó áfram mikill, um 140 kílómetrar á klukkustund eða tæplega 39 metrar á sekúndu. Here are the 11 PM EDT Sep 29 Key Messages for Hurricane #Ian, which is expected to cause life-threatening flooding, storm surge, and strong winds in portions of the Carolinas tomorrow. For more: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/rXQdc8Mb3A— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 30, 2022 Fellibylurinn gekk yfir Flórída í gær og voru þúsundir íbúa innlyksa á heimilum sínum á en samkvæmt AP hefur verið staðfest að í hið minnsta fjórir hefðu látist í ríkinu, þó líklega séu þeir mun fleiri. Aðrir fréttamiðlar greina frá því að mun fleiri hefðu látist en CNN grenir til að mynda frá því að fjöldinn væri kominn upp í nítján. Áður höfðu þrír látist þegar Ian fór yfir Kúbu fyrr í vikunni. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gær að bandaríska þjóðin væri í sárum. Óttast væri að Ian myndi reynast mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Houses are destroyed and some are floating away as Ian's eyewall hammers southwest Florida. This is video from Fort Myers Beach, Florida off Estero Blvd by Loni Architects pic.twitter.com/6GqrxLRv9Q— Kaitlin Wright (@wxkaitlin) September 28, 2022 Þá er ljóst að tjónið er gríðarlegt en fellibylurinn er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði tjónið hvað mest við Fort Myers Beach þar sem fjöldi heimila hafði gjöreyðilagst en að hans sögn var aðkoman ólýsanleg. Í einhverjum tilfellum hafi aðeins steypukápurnar verið eftir. Þá voru einhver tjón á samgöngum en hluti Sanibel brúarinnar féll til að mynda í sjóinn og milljónir manna voru án rafmagns. Ríkisstjórinn sagði ljóst að fellibylurinn hafi verið mannskæður en að það þyrfti að fara eftir ákveðnu ferli til að staðfesta fjölda látinna. Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir. Aerial videos of Lee County and the city of Kissimmee, both in Florida, show some of the widespread destruction caused by Hurricane Ian.Latest storm updates: https://t.co/c4xMkaF9q0 pic.twitter.com/lcDPjPJpIL— The New York Times (@nytimes) September 29, 2022
Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05 Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 28. september 2022 23:40 Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. 28. september 2022 07:07 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38
Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05
Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 28. september 2022 23:40
Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. 28. september 2022 07:07