Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varaði í morgun við lífshættulegu sjávarflóði við strendur Suður-Karólínu og nærliggjandi ríkja en dregið hefur úr styrk fellibylsins. Vindhraði er þó áfram mikill, um 140 kílómetrar á klukkustund eða tæplega 39 metrar á sekúndu.
Here are the 11 PM EDT Sep 29 Key Messages for Hurricane #Ian, which is expected to cause life-threatening flooding, storm surge, and strong winds in portions of the Carolinas tomorrow. For more: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/rXQdc8Mb3A
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 30, 2022
Fellibylurinn gekk yfir Flórída í gær og voru þúsundir íbúa innlyksa á heimilum sínum á en samkvæmt AP hefur verið staðfest að í hið minnsta fjórir hefðu látist í ríkinu, þó líklega séu þeir mun fleiri.
Aðrir fréttamiðlar greina frá því að mun fleiri hefðu látist en CNN grenir til að mynda frá því að fjöldinn væri kominn upp í nítján. Áður höfðu þrír látist þegar Ian fór yfir Kúbu fyrr í vikunni.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gær að bandaríska þjóðin væri í sárum. Óttast væri að Ian myndi reynast mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída.
Houses are destroyed and some are floating away as Ian's eyewall hammers southwest Florida. This is video from Fort Myers Beach, Florida off Estero Blvd by Loni Architects pic.twitter.com/6GqrxLRv9Q
— Kaitlin Wright (@wxkaitlin) September 28, 2022
Þá er ljóst að tjónið er gríðarlegt en fellibylurinn er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði tjónið hvað mest við Fort Myers Beach þar sem fjöldi heimila hafði gjöreyðilagst en að hans sögn var aðkoman ólýsanleg. Í einhverjum tilfellum hafi aðeins steypukápurnar verið eftir. Þá voru einhver tjón á samgöngum en hluti Sanibel brúarinnar féll til að mynda í sjóinn og milljónir manna voru án rafmagns.
Ríkisstjórinn sagði ljóst að fellibylurinn hafi verið mannskæður en að það þyrfti að fara eftir ákveðnu ferli til að staðfesta fjölda látinna. Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir.
Aerial videos of Lee County and the city of Kissimmee, both in Florida, show some of the widespread destruction caused by Hurricane Ian.
— The New York Times (@nytimes) September 29, 2022
Latest storm updates: https://t.co/c4xMkaF9q0 pic.twitter.com/lcDPjPJpIL