Innlent

Áfram nokkur vindur og rigning með köflum víða

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Samhliða rigningunni verður nokkuð hlýtt næstu daga.
Samhliða rigningunni verður nokkuð hlýtt næstu daga. Vísir/Hanna

Gera má ráð fyrir nokkrum vindi og rigningu með köflum víðast hvar á landinu fram eftir degi og hvassviðri norðvestantil. 

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar verður víða austlæg átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu, og rigning með köflum en norðvestantil verður norðaustanátt, þrettán til átján metrar á sekúndu, með morgninum.

Þá styttir upp suðvestanlands en í kvöld bætir í vind og úrkomu á Norður- og Austurlandi. Hiti sex til þrettán stig, hlýjast sunnan heiða. 

Á morgun tekur síðan við norðaustlæg átt, tíu til fimmtán metrar á sekúndu, og rigning með köflum, einna helst fyrir norðan og austan en hægari vindur sunnantil. Þegar líða fer á daginn dregur síðan úr vindi. Hiti yfirleitt sex til ellefu stig. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga: 

Á laugardag:

Norðaustlæg átt 10-15 m/s og rigning með köflum, einkum fyrir norðan og austan, en hægari sunnantil. Dregur úr vindi þegar líður á daginn. Hiti yfirleitt 6 til 11 stig.

Á sunnudag:

Suðvestlæg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum, en skúrir vestanlands. Gengur í sunnan 8-15 með rigningu V-til um kvöldið. Hiti 6 til 11 stig.

Á mánudag:

Gengur í sunnan strekking með rigningu, en lengst af þurrt norðan- og austanlands. Vaxandi austanátt um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:

Stíf suðvestlæg eða breytileg átt og rigning um allt land. Kólnar heldur.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Áframhaldandi suðvestlæg átt og rigning með köflum um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 2 til 7 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.