Ibrahima Konate, Calvin Ramsay og Curtis Jones eru farnir að æfa af fullum krafti og styttist í að þeir geti farið að spila með Liverpool eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu vikurnar.
Konate og Ramsay, sem kom til Liverpool frá Aberdeen í sumar, hafa ekkert spilað með Livepool á yfirstandandi leiktíð en Jones varð fyrir meiðslum liðsins gegn Manchester City í Samfélagsskildinum í upphafi tímabilsins.
Jordan Henderson spilaði svo með enska landsliðinu gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni á mánudaginn var en hann er nýkominn til baka eftir að hafa tognað aftan í læri.
Ekki veitir af jákvæðum tíðindum fyrir Klopp hvað leikhæfa leikmenn varðar en Liverpool mun spila 13 leiki á næstu sex vikum. Næsta verkefni er leikur í ensku úrvalsdeildinni gegn Brighton á Anfield á laugardaginn kemur.
Andy Robertson, Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, Caoimhin Kelleher og Kaide Gordon eru hins vegar enn á meiðslalistanum hjá LIverpool.