Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 12:20 Veggspjald með mynd af Möshu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í Íran á samstöðufundi með írönskum konum í Berlín á dögunum. Vísir/EPA Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögregluna í Teheran varð kveikjan að mestu mótmælum í landinu frá árinu 2019. Hún var stöðvuð fyrir að virða ekki strangar reglur um klæðaburð kvenna. Konur hafa meðal annars brennt höfuðklúta sína og klippt hár sitt á meðan mótmælendur kyrja slagorð um dauða harðstjórans Ali Khamenei, æðstaklerks og æðsta leiðtoga landsins. Að minnsta kosti 41 hefur látist í mótmælunum og hundruð aðgerðasinna og fréttamanna hafa verið handtekin, að sögn íranskra ríkisfjölmiðla. Írönsk mannréttindasamtök telja mannfallið enn meira, 76 mótmælendur á ellefu dögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttaritari Financial Times í Íran segir að undanfarna daga hafi hvítir og grænir sendiferðabílar sem siðgæðislögreglan notar við eftirlit með borgurunum horfið af götum höfuðborgarinnar Teheran. Þeir sjáist ekki einu sinni lengur fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í miðborginni. Saeed Laylaz, sérfræðingur í umbótum í Íran, segir blaðinu að siðgæðislögreglan verði að líkindum ekki lengur á götum landsins. Stjórnvöld muni ekki hafa um annað að velja en að veita ungu miðstéttarfólki í borgum landsins meira frelsi. Ekki er þó búist við því að írönsk stjórnvöld afnemi lögbundna skyldu kvenna til þess að ganga með hijab-andlitsslæðu.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45