Nýtt konungsmerki Karls III afhjúpað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. september 2022 11:58 Merki Karls III og Elísabetar II. AP/Buckingham Palace PA, Getty/Whiteway Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær. Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira