Erlent

Bæði Karl og Elísabet munu prýða breska mynt

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Síðastliðna hálfa öld Elísabet önnur ein prýtt breska mynt. 
Síðastliðna hálfa öld Elísabet önnur ein prýtt breska mynt.  Getty

Mynt með andlitsmynd Karls Bretakonungs mun fara í umferð en mynt með andlitsmynd Elísabetar heitinnar Bretadrottningu verður einnig lögmætur gjaldmiðill. Þetta er í fyrsta sinn í rúm fimmtíu ár sem mynt með andliti bæði drottningar og konungs verða í umferð á sama tíma. 

Í fyrsta sinn í sjötíu ár mun konungur prýða breska mynt en Konunglega myntsáttan, Royal Mint, hefur tilkynnt að mynt með andlitsmynd Karls Bretlandskonungs muni fara í umferð. Samkvæmt fyrirtækinu verður mynt með andlitsmynd Elísabetar drottningar áfram lögmætur gjaldmiðill.

Að því er kemur fram í frétt BBC liggur þó ekki fyrir nákvæm dagsetning og hafa myndir af væntanlegri mynt ekki verið birtar. Myntir í umferð með andlit drottningarinnar eru um 27 milljarðar talsins en þeim verður hægt og rólega skipt út fyrir mynt með andliti konungs.

Ætla má að það muni taka mörg ár að skipta gömlu myntinni út og því munu bæði drottning og konungur prýða breska mynt á sama tíma í fyrsta sinn frá árinu 1971, þegar allri mynt var skipt út.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×