Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 10:21 Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið. Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar. Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar.
Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira