„Þetta var eins og það gerist verst“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 21:33 Bílarnir eru illa út leiknir eftir glímuna við náttúruöflin í dag. Vilhjálmur Vernharðsson Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal. Greint var frá því fyrr í dag að fjölmargir ferðamenn sætu fastir á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi. Björgunarsveitir frá Norður- og Austurlandi voru kallaðir til að aðstoða ferðamennina. Vilhjálmur var sá sem fékk fyrst boð um aðstoð, en þegar Vísir náði tali af honum í kvöld hafði hann verið að í nærri átta tíma, frá hádegi. Bílarnir fuku hreinlega.Vilhjálmur Vernharðsson „Ég bý hérna svoleiðis að maður er alltaf fyrstur til. Ég er útbúinn í hvað sem er,“ segir Vilhjálmur sem telur að allt í allt hafi á þriðja hundrað ferðamanna verið komið til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum var nokkrum fjölda fylgt niður í Mývatnssveit þar sem búið er að opna fjöldahjálparstöð fyrir þá sem ekki áttu bókað gistirými þar. Á fimmta tug var fluttur áleiðis til Egilsstaða Fegnir ferðamenn á ónýtum bílum Hjá Vilhjálmi í Fjalladýrð dvelja hins vegar 73 ferðamenn sem áttu ekki í önnur hús að venda eftir óveður dagsins. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Fjöldi bíla er hreinlega ónýtur eftir daginn. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst. Við erum með sjoppu við gatnamótin. Það eru 25 bílar á planinu þar. Það er nánast enginn einasta rúða í neinum þeirra. Þeir eru allir ónýtir,“ segir Vilhjálmur. Beðinn um að lýsa veðrinu segir hann það erfitt, svo slæmt hafi það verið. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Þetta er eins og alverst gerir. Það eru sjálfsagt tuttugu og bílar að fara frá okkur á vörubíl. Þeir keyra ekkert, þeir eru ónýtir,“ að sögn Vilhjálms. Mikið grjótfok var sem sprengt hefur rúður og farið illa með lakkið á bílunum sem um ræðir. Grjótfok hefur leikið bílana á svæðinu illa.Vilhjálmur Vernharðsson Þá eru á annan tug bíla enn eftir á víð og dreif við þjóðveginn þar sem ekki var annað hægt en að skilja þá eftir. Þeir sem dvelja hjá Vilhjálmi eru allt erlendir ferðamenn. „Fólk er bara í sjokki en fegið að komið í hús.“ Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
„Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal. Greint var frá því fyrr í dag að fjölmargir ferðamenn sætu fastir á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi. Björgunarsveitir frá Norður- og Austurlandi voru kallaðir til að aðstoða ferðamennina. Vilhjálmur var sá sem fékk fyrst boð um aðstoð, en þegar Vísir náði tali af honum í kvöld hafði hann verið að í nærri átta tíma, frá hádegi. Bílarnir fuku hreinlega.Vilhjálmur Vernharðsson „Ég bý hérna svoleiðis að maður er alltaf fyrstur til. Ég er útbúinn í hvað sem er,“ segir Vilhjálmur sem telur að allt í allt hafi á þriðja hundrað ferðamanna verið komið til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum var nokkrum fjölda fylgt niður í Mývatnssveit þar sem búið er að opna fjöldahjálparstöð fyrir þá sem ekki áttu bókað gistirými þar. Á fimmta tug var fluttur áleiðis til Egilsstaða Fegnir ferðamenn á ónýtum bílum Hjá Vilhjálmi í Fjalladýrð dvelja hins vegar 73 ferðamenn sem áttu ekki í önnur hús að venda eftir óveður dagsins. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Fjöldi bíla er hreinlega ónýtur eftir daginn. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst. Við erum með sjoppu við gatnamótin. Það eru 25 bílar á planinu þar. Það er nánast enginn einasta rúða í neinum þeirra. Þeir eru allir ónýtir,“ segir Vilhjálmur. Beðinn um að lýsa veðrinu segir hann það erfitt, svo slæmt hafi það verið. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Þetta er eins og alverst gerir. Það eru sjálfsagt tuttugu og bílar að fara frá okkur á vörubíl. Þeir keyra ekkert, þeir eru ónýtir,“ að sögn Vilhjálms. Mikið grjótfok var sem sprengt hefur rúður og farið illa með lakkið á bílunum sem um ræðir. Grjótfok hefur leikið bílana á svæðinu illa.Vilhjálmur Vernharðsson Þá eru á annan tug bíla enn eftir á víð og dreif við þjóðveginn þar sem ekki var annað hægt en að skilja þá eftir. Þeir sem dvelja hjá Vilhjálmi eru allt erlendir ferðamenn. „Fólk er bara í sjokki en fegið að komið í hús.“
Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?