Færeyjar með ótrúlegan sigur á Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 21:31 Úr fyrri leik liðanna í riðlinum. Honum lauk með 4-0 sigri Tyrklands en Færeyjar hefndu fyrir tapið í kvöld. Isa Terli/Getty Images Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum. Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Sjá meira