Fótbolti

Hætt í fót­bolta til að huga að and­legri heilsu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Clare Shine raðaði inn mörkum fyrir Glasgow City en hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna vandamála utan vallar.
Clare Shine raðaði inn mörkum fyrir Glasgow City en hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna vandamála utan vallar. Ross MacDonald/Getty Images

Hin írska Clare Shine, leikmaður Glasgow City, er hætt í fótbolta vegna andlegrar vanlíðan. Shine var hluti af liði liði Glasgow City sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2020.

Hin 27 ára gamla Shine hefur lengi glímt við erfiðleika andlega og hefur verið opinská með baráttu sína við bakkus sem og að hafa reynt að taka eigið líf. Shine lék í 2-0 sigri Glasgow á Hearts um liðna helgi en hefur nú ákveðið að hún hefur nú ákveðið að hætta í fótbolta til að ná bata.

„Ég hef gefið fótboltanum allt sem ég á undanfarin 22 ár, ég hef farið hátt upp og langt niður. Undanfarin ár hef ég átt erfitt með að uppfylla þær kröfur sem atvinnumennska krefst, bæði andlega og líkamlega. Því hef ég ákveðið að það sé kominn tími til að setja mig í fyrsta sæti og hætta í fótbolta,“ sagði Shine í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum sínum.

„Hamingja mín og andleg vellíðan verða að vera í fyrsta sæti og ég er spennt að hefja næsta kafla í lífi mínu,“ sagði hún einnig.

Eileen Gleeson, þjálfari Glasgow City, hrósaði Shine í hástert. Hún er frábær „sendiherra fyrir land og þjóð“ og „innblástur fyrir marga.“ Alls skoraði Shine 70 mörk í 105 leikjum fyrir Glasgow City og hefur félagið staðfest að hún muni halda áfram að vinna fyrir góðgerðasamtök félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×