„Eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2022 16:35 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfyssingum í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Tapið þýðir að Evrópudraumar Blika eru í hættu og Ásmundur segir tilfinninguna ekki góða eftir leik. „Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann