Erlent

Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Silvio Berlusconi kýs í Mílanó í dag. Hann var fjórum sinnum forstætisráðherra á árunum 1994 til 2011. Síðan þá hefur hann verið bendlaður við ýmis konar spillingu og valdabrölt. Flokkur hans, Áfram Ítalía, er einn þriggja flokka sem hafa myndað bandalag og aðhyllist öfga-hægri stefnu.
Silvio Berlusconi kýs í Mílanó í dag. Hann var fjórum sinnum forstætisráðherra á árunum 1994 til 2011. Síðan þá hefur hann verið bendlaður við ýmis konar spillingu og valdabrölt. Flokkur hans, Áfram Ítalía, er einn þriggja flokka sem hafa myndað bandalag og aðhyllist öfga-hægri stefnu. epa

Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini.

Giorgia Meloni sem leiðir flokkinn verður, ef flokkurinn verður sigursæll, yngsti maðurinn og fyrsta konan til að verða forsætisráðherra á Ítalíu.

Líklegt er talið að fari kosningarnar eins og skoðanakannanir benda til muni Bræður Ítalíu fá 25 prósent atkvæða og flokkurinn muni taka höndum saman með hægriflokkunum Bandalaginu og Áfram Ítalíu.

Matteo Salvini, leiðtogi flokksins Bandalagsins (Lega), Silvio Berlusconi, fyrrverandi forstætisráðherra og forseti flokks síns Áfram Ítalía (Forza Italia), ásamt leiðtoga Bræðra Ítalíu, Giorgia Meloni. Þau hafa myndað kosningabandalag sem er ansi sigurstranglegt í kosningunum í dag.epa

Nærri fimmtíu og ein milljón manna mun ganga til kjörstaða á Ítalíu í dag, sem verða opnir til klukkan ellefu að staðartíma. Kjörið verður í bæði efri og neðri deild þingsins, sen nýlega var þingsætum í báðum deildum fækkað. Nú eru aðeins fjögur hundruð þingmenn í neðri deildinni, en þeir voru áður 630, og tvö hundruð í þeirri efri en voru áður 315.

Ítarlega var fjallað um kosningarnar á Ítalíu í fréttaskýringu þar sem fjallað var um helstu frambjóðendur og vendingar í pólitíkinni þar ytra:

 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×