„Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:31 Gareth Southgate punktar hjá sér að England er nú fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Michael Regan/Getty Images „Það er erfitt fyrir að vera of gagnrýninn á frammistöðuna. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og fleiri skot á markið sjálft,“ sagði Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, eftir 1-0 tap Englands í Mílanó á Ítalíu. Tapið þýðir að England er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn