Eiður og Sigurvin velja gallana í kostulegri auglýsingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 12:30 Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eiga fyrir höndum afskaplega mikilvægan leik sem þjálfarar FH þar sem möguleiki er á titli og evrum. skjáskot/@fhingar Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson, sem tóku við þjálfun FH í sumar, virðast ætla að velja þægindi fram yfir annað þegar kemur að fatavalinu á úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta eftir rúma viku. Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni. Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni.
Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira