Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2022 14:55 Mynd JWST af Neptúnusi og tunglum hans. Tríton af bjarta fyrirbærið uppi vinstra megin. NASA, ESA, CSA, STScI Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus. Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus.
Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58
Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51