Innlent

Grun­sam­legir menn reyndust vera í leit að ána­möðkum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan hafði í nokrru að snúast í kvöld.
Lögreglan hafði í nokrru að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni í Hafnarfirði barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir klukkan rétt rúmlega tíu í gærkvöldi. Lögreglan hafði uppi á mönnunum en þeir reyndust einungis vera í leit að ánamöðkum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Samkvæmt henni var gærkvöldið og nóttin róleg, einungis 34 mál á skrá og gisti enginn í fangageymslu.

Eitthvað var um þjófnað í verslunum miðbæjarins í nótt en klukkan níu var tilkynnt um mann inni í verslun. Hann er grunaður um þjófnað og var málið afgreitt á vettvangi.

Klukkan tæplega tvö í nótt var tilkynnt um rúðubrot í verslun í miðbænum en ekki er vitað hver var þar að verki. Fimmtíu mínútum síðar var framið innbrot í verslun í miðbænum og komst gerandi undan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×