„Var ósáttur með spilamennskuna í fyrri hálfleik og bað liðið afsökunar í hálfleik“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. september 2022 21:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann 2-0 sigur á Þrótti í lokaleik 16. umferðar Bestu deildar kvenna. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú en fannst frammistaða Stjörnunnar ekki frábær. „Við byrjuðum leikinn svakalega illa og vorum lengi að komast í takt. Eftir fyrsta markið spiluðum við betur og áttum að skora strax í næstu sókn en klikkuðum á því,“ sagði Kristján og hélt áfram. „Í seinni hálfleik hefðum við átt að vera löngu búnar að skora annað mark áður en við fengum víti og það er furðulegt að líða eins og maður hafi spilað illa en við unnum 2-0.“ Kristjáni fannst frammistaðan á köflum ekki góð í fyrri hálfleik og bað sitt lið afsökunar í hálfleik. „Þróttur byrjaði leikinn með því að ráðast á varnarlínuna okkar. Það tók okkur smá tíma að átta okkur á þessu uppleggi. Ég var orðinn brjálaður á línunni en ég veit ekki hvort það skilaði einhverju en ég baðst afsökunar á því í hálfleik. Stelpurnar voru sammála mér þar sem það vantaði líf í þetta hjá okkur.“ „Þrátt fyrir 2-0 sigur vorum við heppnar að hafa ekki fengið á okkur mark og mögulega tapað stigum. Við upplifðum þetta þannig að við gerðum ótrúlega mörg mistök sem var óvenjulegt en það getur vel verið að þegar ég skoða leikinn á morgun að það var ekki þannig.“ Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði annað mark Stjörnunnar og níunda mark sitt í deildinni. Gyða hefur skorað einu marki minna en Jasmín Erla sem er markahæst í deildinni. „Það er flott samvinna milli þeirra og þær eru með ákveðið plan með hver fær að taka vítin til dæmis og í dag var það Gyða. Vonandi halda þær áfram að skora og önnur þeirra tekur gullskóinn en fyrst og fremst snýst þetta um að ná í sigur og þær vilja það meira en gullskó,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn svakalega illa og vorum lengi að komast í takt. Eftir fyrsta markið spiluðum við betur og áttum að skora strax í næstu sókn en klikkuðum á því,“ sagði Kristján og hélt áfram. „Í seinni hálfleik hefðum við átt að vera löngu búnar að skora annað mark áður en við fengum víti og það er furðulegt að líða eins og maður hafi spilað illa en við unnum 2-0.“ Kristjáni fannst frammistaðan á köflum ekki góð í fyrri hálfleik og bað sitt lið afsökunar í hálfleik. „Þróttur byrjaði leikinn með því að ráðast á varnarlínuna okkar. Það tók okkur smá tíma að átta okkur á þessu uppleggi. Ég var orðinn brjálaður á línunni en ég veit ekki hvort það skilaði einhverju en ég baðst afsökunar á því í hálfleik. Stelpurnar voru sammála mér þar sem það vantaði líf í þetta hjá okkur.“ „Þrátt fyrir 2-0 sigur vorum við heppnar að hafa ekki fengið á okkur mark og mögulega tapað stigum. Við upplifðum þetta þannig að við gerðum ótrúlega mörg mistök sem var óvenjulegt en það getur vel verið að þegar ég skoða leikinn á morgun að það var ekki þannig.“ Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði annað mark Stjörnunnar og níunda mark sitt í deildinni. Gyða hefur skorað einu marki minna en Jasmín Erla sem er markahæst í deildinni. „Það er flott samvinna milli þeirra og þær eru með ákveðið plan með hver fær að taka vítin til dæmis og í dag var það Gyða. Vonandi halda þær áfram að skora og önnur þeirra tekur gullskóinn en fyrst og fremst snýst þetta um að ná í sigur og þær vilja það meira en gullskó,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira