Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 17:01 Nökkvi Þeyr Þórisson (t.h.) er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla. Alex Freyr Elísson (t.v.) er hins vegar í harðri baráttu um að verða sá leikmaður sem fær flest gul spjöld á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira