Vandræði FCK halda áfram eftir tap í Íslendingaslag | Lyngy enn í leit að sínum fyrsta sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 17:57 Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina mark FCK í tapinu í dag. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Dönsku meistararnir í FCK hafa nú tapað sex af fyrstu tíu leikjum tímabils eftir 2-1 tap gegn Midtjylland í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers. Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers.
Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira