Enski boltinn

Et­han Nwaneri sá yngsti frá upp­hafi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sá yngsti frá upphafi.
Sá yngsti frá upphafi. Jacques Feeney/Getty Images

Et­han Nwaneri varð í dag yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford.

Það vakti athygli að hinn 15 ára og 181 dags gamli Et­han Nwaneri væri á varamannabekk Arsenal í dag enda drengurinn rétt nýfermdur. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, réð svo ekki við sig í stöðunni 3-0 yfir og setti Nwaneri inn á þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Varð hann þar með yngsti leikmaður í sögu deildarinnar en Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, átti metið fyrir. Hann var aðeins 16 ára og 38 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í deild þeirra bestu.

Aðrir leikmenn sama hafa átt metið eru Matthew Briggs, þáverandi leikmaður Fulham. Sá hefur flakkað milli liða síðan og er í dag hálf-atvinnumaður hjá Gosport Borough. Izzy Brown, þáverandi leikmaður West Bromwich Albion og Aaron Lennon, þáverandi leikmaður Leeds United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×