Innlent

Tón­listar­nám í Reykja­vík allt að tvö­falt dýrara

Bjarki Sigurðsson skrifar
Foreldrar í Reykjavík gætu þurft að greiða rúmlega tvö hundruð þúsund krónur fyrir einn vetur barns í tónlistarnámi.
Foreldrar í Reykjavík gætu þurft að greiða rúmlega tvö hundruð þúsund krónur fyrir einn vetur barns í tónlistarnámi. Getty/Uli Deck

Skólagjöld tónlistarskóla í Reykjavík eru þau dýrustu á landinu en borgin, ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum, rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. Veturinn í tónlistarskóla getur kostað rúmlega tvö hundruð þúsund krónur.

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu en þar segir að margir tónlistarskólar landsins séu orðnir yfirfullir. Skólarnir neyðist því að hafna fjölda nemenda. Þá eru skólagjöld svo há að oft geta börn efnaminni foreldra ekki að stunda tónlistarnám.

Eftir hrun lækkuðu styrkir til tónlistarskóla í Reykjavík um tuttugu prósent. Þá var talað um tímabundinn niðurskurð en ekkert hefur breyst rúmlega tíu árum síðar. Í samtali við Fréttablaðið segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að aldrei hafi fengist fjárheimild til að taka niðurskurðinn til baka.

Í Fréttablaðinu er rætt við Guðna Bragason, skólastjóra í Húsavík, en þar er tónlistarnám helmingi ódýrara en í Reykjavík. Öll kennsla fer fram innan veggja grunnskólanna í Norðurþingi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×