Jamaíka kynnir Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2022 23:01 Heimir Hallgrímsson er mættur til Jamaíka. VÍSIR/VILHELM Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var í kvöld kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíka. Fyrr í vikunni var svo gott sem búið að staðfesta að Heimir væri að taka við og nú hefur opinberlega verið kynntur sem næsti þjálfari liðsins. Heimir, sem er 55 ára, hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann hætti hjá Al Arabi í Katar fyrir rúmu ári síðan. Hann þjálfaði áður íslenska landsliðið á árunum 2011 til 2018 og fór með því á EM 2016 og HM 2018 áður en hann ákvað að kveðja. It s official! .#ReggaeBoyz #HeimirHallgrímsson #JFF_Football pic.twitter.com/oxUU6UEiWX— Official J.F.F (@jff_football) September 16, 2022 Heimir mætir með tvo góðkunningja sína til Jamaíka en um er að ræða menn sem störfuðu með honum hjá íslenska landsliðinu. Það eru þeir Guðmundur Hreiðarsson og Sebastian Boxleitner. Fyrst var greint frá því að Helgi Kolviðsson væri einnig meðal þeirra sem myndu fylgja Heimi til Jamaíka en svo er ekki. Heimir var ekki lengi að láta til sín taka en hann hefur kallað fyrirliðann Andre Blake inn í leikmannahóp liðsins en hann hafði opinberlega gagnrýnt knattspyrnusamband landsins. Það virðist nú vera vatn undir brúnna og Heimir er tilbúinn að leyfa fyrirliðanum að njóta vafans. Coach Heimir Hallgrimsson announces that captain Andre Blake has been added to the Jamaican squad for the Argentina match. Blake was surprisingly left out of the original 23-man squad for the Sept 27 friendly international in New Jersey— Andre Lowe (@AndreLoweJA) September 16, 2022 Jamaíka er sæti fyrir ofan Ísland á heimslista FIFA, í 62. sæti. Liðið endaði í 6. sæti í úrslitakeppni Mið- og Norður-Ameríku um sæti á HM en þrjú efstu liðin komust á mótið og liðið í 4. sæti í umspil. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. 16. september 2022 08:01 Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. 15. september 2022 08:31 Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Sjá meira
Heimir, sem er 55 ára, hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann hætti hjá Al Arabi í Katar fyrir rúmu ári síðan. Hann þjálfaði áður íslenska landsliðið á árunum 2011 til 2018 og fór með því á EM 2016 og HM 2018 áður en hann ákvað að kveðja. It s official! .#ReggaeBoyz #HeimirHallgrímsson #JFF_Football pic.twitter.com/oxUU6UEiWX— Official J.F.F (@jff_football) September 16, 2022 Heimir mætir með tvo góðkunningja sína til Jamaíka en um er að ræða menn sem störfuðu með honum hjá íslenska landsliðinu. Það eru þeir Guðmundur Hreiðarsson og Sebastian Boxleitner. Fyrst var greint frá því að Helgi Kolviðsson væri einnig meðal þeirra sem myndu fylgja Heimi til Jamaíka en svo er ekki. Heimir var ekki lengi að láta til sín taka en hann hefur kallað fyrirliðann Andre Blake inn í leikmannahóp liðsins en hann hafði opinberlega gagnrýnt knattspyrnusamband landsins. Það virðist nú vera vatn undir brúnna og Heimir er tilbúinn að leyfa fyrirliðanum að njóta vafans. Coach Heimir Hallgrimsson announces that captain Andre Blake has been added to the Jamaican squad for the Argentina match. Blake was surprisingly left out of the original 23-man squad for the Sept 27 friendly international in New Jersey— Andre Lowe (@AndreLoweJA) September 16, 2022 Jamaíka er sæti fyrir ofan Ísland á heimslista FIFA, í 62. sæti. Liðið endaði í 6. sæti í úrslitakeppni Mið- og Norður-Ameríku um sæti á HM en þrjú efstu liðin komust á mótið og liðið í 4. sæti í umspil. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. 16. september 2022 08:01 Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. 15. september 2022 08:31 Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Sjá meira
Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. 16. september 2022 08:01
Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. 15. september 2022 08:31
Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01