Lífið

Tímaritið Variety frestar forsíðu Meghan Markle

Elísabet Hanna skrifar
Forsíðunni var aflýst vegna andláts drottningarinnar.
Forsíðunni var aflýst vegna andláts drottningarinnar. Getty/WPA Pool

Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar.

Hinar konurnar, sem munu birtast á forsíðunni, eru Hillary Clinton, Chelsea Clinton, Oprah Winfrey, Ava Duvernay, Malala og Elizabeth Olsen. Konurnar sem hlutu þennan heiður hafa allar lagt sitt af mörkum í jafnréttisbaráttunni í skemmtanabransanum samkvæmt ritstjórum blaðsins Variety. 

„Forsíðu hertogaynjunnar hefur verið frestað af virðingu við nýlegt andlát Elísabetar II drottningar,“ sagði í tilkynningu frá Variety. Þar var einnig greint frá því að hún myndi ekki mæta á viðburðinn, sem haldinn verður í tilefni útgáfunnar, síðar í mánuðinum. 

Mæðgurnar Hillary Rodham Clinton og Chelsea Clinton voru að gefa út nýja heimildarþætti í samstarfi við Apple sem heita Gutsy. Í þáttunum hitta þær aðrar konur og ræða mikilvæg málefni.Getty/Amy Sussman

Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast drottningarinnar

Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bret­lands­drottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar.

Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna

Her­togaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.