Stimplar sem settir eru á konur
Þættirnir eru með það markmið að vera valdeflandi fyrir konur. Þeir einblína á þá stimpla sem oft eru settir á konu í nútíma samfélagi og geta dregið úr þeim máttinn. Í lýsingu þáttarins eru stimplarnir: Díva, drusla, tík og hysterísk nefndir.
Neikvætt að vera „metnaðarfull“ þegar hún kynntist Harry Prins
Sjálf segist Meghan ekki hafa upplifað neikvæða tengingu við orðið metnaðarfull fyrr en hún byrjaði með núverandi eiginmanni sínum Harry prins. „Og greinilega er metnaður hræðilegur, hræðilegur hlutur fyrir konu að hafa, samkvæmt sumum,“ segir hún.

Eftir að hafa upplifað neikvæðu tenginguna við orðið segist hún eiga erfitt með að sjá það ekki. Hún segir það sorglegt hversu margar stúlkur og konur finnist þær knúnar til þess að gera sig „minni“ og „taka minna pláss“ til að forðast slíka stimplun.
Miklar kröfur til kvenna
Í fyrsta þættinum ræddu Meghan og Serena þær kröfur sem settar eru á konur sem elta draumana sína. „Oft eru konur settar í þessa mismunandi kassa, þegar við erum metnaðarfullar eða þegar við höfum markmið,“ segir Serena meðal annars.
Serena birti fallega mynd af sér ásamt dóttur sinni Olympiu með vinkonu sinni Meghan í tilefni þáttarins á Instagram miðli sínum. Þar hvetur hún þá fylgjendur sína sem eru metnaðarfullir sérstaklega til þess að hlusta á þáttinn.
Vikulegt hlaðvarp
Í næsta þætti verður það engin önnur er Mariah Carey sem mætir til Meghan og ræðir málin en þættirnir munu koma út vikulega.
Fyrsta þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: