Lífið

Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín og Meghan voru viðstaddar athöfninni ásamt eiginmönnum sínum og öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar.
Katrín og Meghan voru viðstaddar athöfninni ásamt eiginmönnum sínum og öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar. AP Photo/Nariman El-Mofty

Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 

Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham-höll í Westminster Hall í Lundúnum, þar sem kistan mun hvíla næstu fjóra daga áður en drottningin verður borin til grafar. Þegar til Westminster Hall var komið fór fram minningarathöfn en tengdadætur Karls þriðja Bretakonungs vönduðu greinilega skartgripavalið fyrir athöfnina. 

Nælan sem Katrín prinsessa bar var áður í eigu drottningarinnar.AP/Danny Lawson

Katrín, sem varð prinsessan af Wales eftir fráfall drottningarinnar, bar demanta- og perlunælu á brjósti sem var í eigu drottningarinnar. Nælan myndar fallegt laufblað en drottningin bar hana meðal annars í  heimsókn sinni til Seoul í Suður Kóreu árið 1999. 

Katrín hefur nokkrum sinnum borið næluna, þar á meðal í minningarathöfn um bardagann af Passchendaele í Belgíu árið 2017 og Minningarhátíðinni í Lundúnum árið 2018. 

Meghan fékk eyrnalokkana að gjöf frá drottningunni áður en hún hitti hana í fyrsta sinn árið 2018.AP/Darren Fletcher

Meghan, hertogaynjan af Sussex, var þá með demants- og perlueyrnalokka sem hún fékk að gjöf frá drottningunni áður en hún hitti hana í fyrsta sinn árið 2018. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.