Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 11:30 Magdalena Andersson baðst formlega lausnar þegar hún gekk á fund Andreas Norlén þingforseta í morgun. EPA Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. „Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
„Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37