Innlent

Segir ekkert sam­komu­lag hafa náðst um breyttar á­herslur í heil­brigðis­málum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkana um að breyta áherslum í heilbrigðismálum, að sögn Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hins vegar gefið til kynna að horft sé til aukins einkareksturs.

Fréttablaðið hefur eftir Willum Þór Þórssyni núverandi heilbrigðisráðherra að áherslur flokkanna séu ólíkar hvað þetta varðar. Þó sé einhugur um að efla samvinnu óháð rekstarformi. Willum segir að nýta þurfi alla krafta, þekkingu og færni. Það kalli á aukna samvinnu við þjónustuveitendur. Samhliða því þurfi að styrkja og efla sjúkrahúsin og heilbrigðisstofnanir um allt land.

Svandís segir fjölda samninga sem gerður sé við veitendur heilbrigðisþjónustu hins vegar í samræmi við lög Sjúkratrygginga Íslands og mikilvæg sé að sú þjónusta sé í samræmi við stefnumörkum stjónvalda og fjárlög.

Willum segir heilbrigðisstarfsmenn takmarkaða auðlind, sem verði betur nýtt með aukinni samvinnu og þar með nái allir að sinna þjónustuhlutverki sínu betur. 

„Þannig verður einstaklingurinn í forgrunni,“ segir heilbrigðisráðherra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×