Armenar leita eftir hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 15:56 Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. AP/Tigran Mehrabyan Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu. Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022 Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022
Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent