Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 12:21 Lindsey Graham er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins fyrir Suður-Karólínu. epa/Jim Lo Scalzo Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira