Enski boltinn

Klopp gerði grín að ummælum eiganda Chelsea um stjörnuleik: „Vill hann fá Harlem Globetrotters?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik Liverpool og Ajax í gær.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik Liverpool og Ajax í gær. getty/Andre Weening

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, henti gaman að ummælum Todds Boehly, eiganda Chelsea, um að hafa stjörnuleik með leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.

Boehly stakk upp á því að enska úrvalsdeildin ætti að taka upp stjörnuleik eins og er í NBA og MLB. Þar myndu úrvalslið leikmanna sem spila í ensku úrvalsdeildinni mætast. Ágóðinn af leiknum myndi svo fara til liða í neðri deildunum á Englandi.

Eftir sigur Liverpool á Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær var Klopp spurður út í hugmyndir Boehlys um stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann beið ekki lengi með þetta. Frábært. Þegar hann finnur dagsetningu getur hann hringt í mig,“ sagði Klopp.

„Hann gleymir því að í stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum er fjögurra mánaða hlé. Í fótbolta er þetta allt öðruvísi. Hvað get ég sagt? Vill hann líka fá Harlem Globetrotters til að spila á móti fótboltaliði?“

Klopp hljómaði alls ekki spenntur fyrir hugmynd Boehlys og sagðist eiga erfitt með að sjá leikmenn Liverpool, Manchester United og Everton saman í liði eða leikmönnum úr liðum í London.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.