Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2022 07:11 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira